Njóttu Millimála

Glútenlausar brauðbollur með fræjum og döðlum

Einu sinni var ég algjör brauðfíkill og freistaðist ég oft í hvítt, gerjað hveitibrauð eftir að ég fækk fæðuóþolið. Ég get ekki líst því hversu illa mér leið alltaf á eftir, það var bókstaflega eins og það hefði verið keyrt yfir magann minn, kvölin var svo mikil. Fljótt fór ég að læra það að freistingin væri ekki þess virði og leitaði annarra leiða.

Síðustu 2 ár hef ég verið dugleg að prufa mig áfram í glútenlausri brauðgerð, maður þarf alls ekki að hætta að borða brauð þótt maður svissi yfir í heilsusamlegri lífsstíl. Þessar brauðbollur sem ég ætla að deila með þér núna finnst mér voða gott að eiga í frystinum. Ég tek þá eina út úr frystinum á kvöldin ef ég ætla að borða hana næsta dag.  Þessar brauðbollur er mjög einfalt að gera og tekur enga stund að græja þær.

Glútenlausar brauðbollur með fræjum og döðlum                                   10 stk.

  • 120g möndlumjöl (ég notaði möndluhrat)
  • 10 döðlur
  • 35 g kókosmjöl
  • 40 g chia
  • 100 g graskersfræ
  • 100 g glútenlaust haframjöl
  • 100 g sólblómafræ
  • 35 g hörfræ
  • 30 g husk
  • 20 g sesamfræ
  • 1 tsk salt
  • 3 msk kókosolía
  • 300 ml vatn
  1. Blandaðu öllum þurrefnunum saman í stóra skál.
  2. Bættu fyrst helmingnum af vatninu saman við þurrefnin og síðan fljótandi kókosolíunni. Þegar að þetta er vel blandað saman skaltu bæta við seinni helmingnum af vatninu.
  3. Mótaðu bollur með höndunum, mínar voru ca. 120g stk.
  4. Bakaðu í 45 mín við 175°C.

IMG_6391

Mér dugir alveg ein brauðbolla á dag og líður mér virkilega vel eftir hana. Maður má ekki alveg missa sig í gleðinni þótt maður sé að borða eitthvað í hollari kantinum. Brauðbollurnar eru alveg tilvaldar í nestisboxið og eru hið fullkomna millimál. Uppáhaldsáleggið mitt á brauðbollurnar er heimatilbúinn hummus eða avacado með smá grófu salti og pipar yfir.

Njóttu vel <3

You Might Also Like

2 Comments

  • Reply Eyrún 19. desember, 2018 at 23:02

    Ekkert lyftiduft? 🙂

  • Leave a Reply